Eftir að hafa fengið hann Villa slökkviliðsstjóra til okkar á Hólakoti í síðustu viku, bauð hann okkur velkominn til sín í dag og sýndi okkur bílana og öll tækin og tólin sem slökkviliðið notar við sín störf. Börnunum fannst alveg ótrúlega gaman og þökkum Slökkviliði Dalvíkur fyrir frábærar móttökur og fræðslu.