Komið sæl
Í dag kom hún Lovísa María Sigurgeirsdóttir eða Lóa Maja eins og margir kalla hana til okkar í Krílakot og Kátakot og las upp úr nýju bókinni sinni, Mía kemur í heiminn. Hún sagði börnunum frá bókinni, las fyrir þau og spjallaði við þau. Það var virkilega gaman að fá Lovísu til okkar og óskum við henni til hamingju með bókina sína.
Kveðja