Fræðslu og upplýsingavefur um vernd barna gegn ofbeldi

Fræðslu og upplýsingavefur um vernd barna gegn ofbeldi

Kæru foreldrar og aðrir

Við viljum vekja athygli ykkar á nýjum upplýsingavef sem Barnaheill hefur opnað, um vernd barna gegn ofbeldi.

Tilgangur síðunnar er að vekja athygli á mikilvægi þess að vernda börn og ungmenni gegn ofbeldi og veita upplýsingar um möguleg einkenni og afleiðingar ofbeldis og hvert hægt er að leita ef grunur vaknar um að barn sé beitt ofbeldi. Vefsíðan er ætluð öllum almenningi og ekki síst þeim sem starfa með og að málefnum barna.

Sjá nánar á vefnum www.barnaheill.is