Kæru foreldrar!
Einu sinni á ári er foreldrafundur með öllum foreldrum Krílakots.
Sami fundur er einnig aðalfundur foreldrafélagsins. Á fundinum verður kosið í nýja stjórn foreldrafélagsins og einnig er óskað eftir þremur nýjum fulltrúum í stjórn foreldraráðs
Fundurinn er 25. september kl. 16:30 og fundarstaður er á Krílakoti
Byrjað verður á Hóla og Kátakoti en svo er foreldrum boðið að fara á deildir barna sinna til að hitta deildastjóra og fá kynningu á starfi vetrarins
Þeir sem hafa áhuga á að starfa í foreldraráði eða í stjórn foreldrafélagsins eru beðnir um að hafa sambandi við undirritaða
Hlökkum til að sjá ykkur öll
Gunna Dóra leikskólastjóri