Foreldrafélagið færir Krílakoti gjafir

Foreldrafélagið færir Krílakoti gjafir

Nú á dögunum færði foreldrafélagið leikskólanum veglegar gjafir. gjafirLeikskólinn fékk hreyfi-og þroskaleikföng en þau eru frá Bobles sem hafa hannað húsgögn og leikföng fyrir börn í samstarfi við barnasjúkraþjálfara. Leikföngin er hægt að nýta á ýmsa vegu og þjálfa þau m.a. grunn hreyfiþroska og henta jafnt börnum á Skýjaborg sem og Hólakoti og koma til með nýtast vel.

Vagninn sem er veglegur mun koma sér vel í útikennslu og vettvangsferðir af ýmsu tagi. Foreldrafélagið afhenti vagninn í gær og fékk til liðs við sig börn af Hólakoti gjöf

til að aðstoða við samsetningu á vagninum og vakti það mikla lukku hjálpsamra barna.   

 

 

Leikskólinn þakkar foreldrafélaginu kærlega fyrir gjöfina