Desember í Krílakoti

Desember í Krílakoti

Komið sæl

Það er nóg að gera hér í Krílakoti við undirbúning jólanna og ekki síður í að slaka á og brjóta upp daglegt leikskólastarf.

Börnin hafa með aðstoð kennaranna útbúið jólagjafir handa foreldrum sínum, þau fóru á kaffihús í síðustu viku á Hólakoti og Skakkalandi en börnin á Skýjaborg fengu flotta ávaxtakörfu til sín. Jólaballið var haldið í Bergi síðastliðinn fimmtudag þar sem Heimir okkar leiddi söng og sveinkar kíktu í heimsókn. Við borðuðum hangikjöt á föstudaginn en þá var einnig rauður dagur og mættu margir með jólasveinahúfur sem var líflegt og skemmtilegt. Nú í dag kom heimir til okkar og var með jólasöngfund og gaman að heyra að börnin kunna orðið jólalögin mjög vel og tóku fullan þátt í söng og leik.

Hér eru nokkrar myndir og svo fleiri á heimasíðum deildanna

Bestu kveðjur