Dagur leikskólans mánudaginn 6. febrúar

Dagur leikskólans mánudaginn 6. febrúar

Á mánudaginn er Dagur leikskólans og verður hann haldinn í tíunda skiptið. 6 febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.

Þennan dag verður opið hús hér í Krílakoti frá 14:00- 16:00.

Vonandi sjáum við sem flesta. 

Kveðja Starfsfólk Krílakots