Þriðjudaginn 6. febrúar er dagur leikskólans og er hann haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í 11. sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.
Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, Mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra.
Í Kílakoti höldum við upp á daginn á marga vegu. Börnin á Hólakoti fóru og heimsóttu Dalbæ og sungu fyrir heimilsfólkið þar, Kátakot fór og bar út kveðju frá Krílakoti í nokkur hús og sungu leikskólalög, á Mánakoti og Sólkoti voru allir glaðir og kátir í tilefni dagsins og dugleg að syngja saman. Á skýjaborg bjuggu kennarar á Deildinni til myndband við lagið Hamingjan er hér.