Í tilefni dags leikskólans héldum við í Krílakoti daginn hátíðlegan föstudaginn 4. febrúar. Settar voru upp stöðvar inn á deildum og fengu nemendur að leiks sér á milli deilda um morguninn. Nemendur fengu svo skúffuköku í ávaxtastundinni ásamt ávöxtum og svo þegar allir voru komnir út var flaggað í tilefni dagsins.
6. febrúar er merkilegu dagur í íslenskri leikskólasögu því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Markmið dagsins er að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og beina athygli fólk að því faglega og metnaðarfulla starfi sem innt er af hendi í leikskólum dagsins á degi hverjum.