Dagur leikskólans 6. febrúar 2014

Dagur leikskólans 6. febrúar 2014

Dagur leikskólans er haldinn í dag 6. febrúar, en þann dag árið 1950 var fyrsta félag leikskólakennara stofnað. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti, kynnt það fjölbreytta starf sem þar fer fram og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið. Þetta er í sjöunda skipti sem dagurinn er haldinn.

Við í Krílakoti ætlum í tilefni dagsins að hafa opið hús í leikskólanum frá kl 14-16. Allir velkomnir að koma í leikskólann, skoða sig um, taka þátt í starfinu með börnunum og þiggja veitingar í boði foreldrafélagsins. Einnig höfum við, ásamt Kátakoti, hengt upp verk eftir börnin og myndir af þeim í leik og starfi í Samkaup Úrval. Myndirnar og verkin munu hanga uppi eitthvað fram í næstu viku. Við hvetjum ykkur til að koma þar við með börnunum ykkar og skoða verkin og myndirnar. :)