Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru

Á degi íslenskrar náttúru, miðvikudaginn 16. september síðastliðinn, nýtti Hólakot sér nálægðina við fjallið og skrapp í göngutúr og skoðuðum Dalvíkina og nágrennið. Haustlitirnir eru byrjaðir að sjást og við ræddum það að laufin eru farin að gulna og detta af trjánum fyrir veturinn. Við skimuðum eftir dýrum í fjallinu og einhverjir töldu sig sjá krókódíla og einstaka úlf. Hópurinn gekk líka fram á dauðan fugl sem vert var að skoða. Við vorum líka svo heppin að finna nokkur ber sem við gæddum okkur á ásamt því að borða banana og nýuppteknar gulrætur sem Álfrún Mjöll og fjölskylda voru svo góð að færa okkur.

Göngutúrinn var einstaklega hressandi og gaman að fá að hoppa í pollana á leiðinni heim.