Í dag vorum við á Krílakoti með brunaæfingu. Markmiðið með æfingu dagsins var að allir vissu hvernig brunabjallan hljómar og út um hvaða dyr hver deild á að fara ef upp kemur eldur. Í þetta skiptið var æfingin undirbúin og börnin vöruð við hávaðanum. Æfingin gekk eins og í sögu allir voru komnir út á stétt á met tíma án þess að nokkuð fát kæmi á hópinn. Við munum svo hafa aðra æfingu eftir áramót og enn aðra með vorinu.