Fyrir nokkru kom hann Benedikt búálfur í heimsókn til okkar ásamt Dídi mannabarni. Þau spjölluðu við nemendur og tóku nokkur lög fyrir okkur úr leikritinu og allir sungu hástöfum með. Skemmtilegt framtak í boði leikfélags Akureyrar. Nemendur jafnt sem starfmenn skemmtu sér konunglega. í lokinn fengum við geisladisk að gjöf frá þeim.