Í gær héldum við uppá 5 ára afmælið hennar Wiktoriu en hún á afmæli þann 21. júlí n.k., hún fór nefnilega í sumarfrí eftir gærdaginn. Wiktoria bjó til glæsilega kórónu, bauð uppá ávexti í ávaxtastundinni, blés á kertin 5, var umsjónarmaður dagsins og flaggaði íslenska fánanum. Við sungum svo auðvitað fyrir hana afmælissönginn. Við óskum Wiktoriu og fjölskyldu hennar innilega til hamingju með daginn og vonum að þau njóti sumarfrísins saman.