Til að enda skemmtilegan tónlistarvetur og ljúka vetrarstarfi þróunarverkefnisins Tónar eiga töframál, er boðið til Vorsöngs í Dalvíkurkirkju föstudaginn 7. maí kl. 17:00. Öllum börnum leikskólanna, foreldrum og öðrum áhugasömum er boðið að koma og syngja veturinn út. Textar afhentir á staðnum.
Foreldrar þeirra barna sem þátt hafa tekið í verkefninu í vetur (fædd 2005 og 2006) eru beðin um að mæta með börn sín kl. 16:45, dagskráin hefst síðan kl. 17:00.
Vonum að sem flestir komi og eigi góða stund saman.