Nú í júlímánuði fer af stað vinna við endurbætur á lóð Krílakots. Það er George Hollander leiksfangasmiður sem fenginn hefur verið til að vinna verkið. Nú í sumar verður unnið að svæði fyrir yngstu börnin, rétt framan við yngstu deildina.
Vilji er til þess að hafa nokkra vinnudaga með foreldrum, þar sem þeir hjálpa til og vinna ýmis verk undir leiðsögn Georgs. Það er margt sem foreldrar geta aðstoðað við og eru þeir sem áhuga hafa beðnir um að hafa samband við leikskólastjóra.
Við hönnun og gerð leikgarðsins er skapandi hugsun og starf, leikur og hreyfing höfð að leiðarljósi. Efniviðurinn er fenginn úr Kjarnaskógi og má því með sanni segja að hér sé um umhverfisvænt leiksvæði að ræða; náttúrulegur efniviður úr næsta nágrenni, sem fluttur er um stuttan veg, leiksvæðið unnið á staðnum með aðstoð heimafólks.
Fyrir áhugasama þá fjallar George um þessa vinnu á heimasíðu sinni.