Komið sæl
Í síðustu viku var vinavika í Krílakoti og Kátakoti. Við sungum og ræddum um vináttuna og mikilvægi þess að vera góð hvert við annað, seldum vinabrauð, starfsfólk Krílakots var með vinaviku sem endaði með árshátíð og á föstudeginum var vinasöngfundur. Í þessari viku er svo starfsfólk Kátakots með vinaviku. Allt gekk þetta eins og í sögu og er hér myndbrot frá vinasöngfundinum í Krílakoti.
Kveðja