Nú er vikan senn á enda börnin að fara í helgarfrí. Ýmislegt hefur verið brallað í vikunni bæði úti og inni, svona fyrir utan það að ná sér í hlaupabólu, en hún er komin til okkar blessunin.
Þær Pálína, Steinunn og Herdís sem, líkt og áður hefur komið fram eru staddar í Englandi í Comeniusarferð, koma til landsins rétt undir miðnætti á sunnudagskvöld. Það verður spennandi fyrir okkur hin að sjá og heyra hvað þær upplifðu á uppskeruhátíð heimamanna og hvaða lærdóm þær koma með í farteskinu.
Ég hvet foreldra til að fylgjast með upplýsingaspjöldunum sem komin eru upp í báðum forstofum skólans. Læt síðan fylgja nokkrar myndir með sem hafa verið teknar á Hólakoti í vikunni.
Góða helgi, Dagbjört