Komið sæl
Vetur konungur hefur heimsótt okkur og má segja að Krílakot sé á kafi í snjó þó svo hann hafi aðeins farið niður á við síðasta sólarhringinn. Við höfum reynt að fara með börnin út alla daga en það duttu út einhverjir dagar síðustu tvær vikur vegna veðurs og færðar en við skiptum börnunum í hópa, sum voru inni meðan önnur fóru út. Fyrst gátum við með góðu móti verið á lóðinni og er gaman að segja frá því að ungliðarnir í Björgunarsveit Dalvíkurbyggðar mokuðu frá öllum útgönguleiðum hjá okkur eftir fyrsta stóra hretið en því miður fylltist það jafnharðan og rúmlega það. Lóðin okkar fór svo á kaf, snjórinn linur og sukku börnin í hverju skrefi svo tekið var á það ráð að tæma bílastæðið og leggja fyrir innkeyrsluna og njóta útiveru á bílaplaninu.
Hér eru nokkrar snjómyndir til augnayndis
Bestu kveðjur og góða helgi.