Komið sæl
Þá er komið aið sameiginlegum vetrarleikum leikskólanna Káta og - Krílakots.
Börnin mæta með sleða, þotur eða þoturassa. Muna að merkja vel alla hluti.
Leikarnir hefjast stundvíslega kl 10:00 í kirkjubrekkunni okkar.
Að þessu sinni verða leikarnir fyrir tvo yngstu árgangana (2010 og 2011) haldnir innan leikskólalóðar Krílakots, en að sjálfsögðu er foreldrum þessara barna frjálst að fara með börn sín út í Kirkjubrekku, env verða jafnframt að skila þeim inn á lóðina aftur í hendur á starfsfólki leikskólans.
Að leikum loknum fara allir til síns heima, og í stað þess að drekka kakó í safnaðarheimilinu fá börnin kakósúpu og bruður í eftirmat þennan dag og viðurkenningar vegna leikanna verða afhentar í leikskólanum.
5. bekkur Dalvíkurskóla, sem er vinabekkur leikskólanna, fær sínar viðurkenningar í brekkunni áður en þau halda heim á leið.
Foreldrar og - aðrir aðstandendur velkomnir að taka þátt í þessum viðburði með okkar.
Með best kveðjum frá öllum í Krílakoti.