Hinir árlegu vetrarleikar Krílakots og Kátakots verða haldnir í kirkjubrekkunni á fimmtudaginn kl. 10:00.
5. Bekkur úr Dalvíkurskóla vinabekkur leikskólanna mætir á svæðið. Á eftir förum við svo upp í safnaðarheimili og fáum okkur Halldórukakó og kringlur.
Allir þurfa að muna eftir að hafa með sér þotur eða sleða og svo má auðvitað bjóða einhverjum með sér, mömmu eða pabba eða einhverjum ættingja.
Öfum og ömmum finnst til dæmis alveg rosalega gaman að renna sér á sleðum.
Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs setur leikana.
Sjáumst hress og kát!