Fyrir þá sem ekki vita þá er leikskólinn Krílakot þátttakandi í samstarfsverkefni á vegum menntaáætlunar Evrópusambandsins. Samstarfið felst í því að við vinnum saman með leikskólum frá Englandi, Póllandi, Rúmeníu, Búlgaríu og Tyrklandi. Kennarar héðan hafa nú þegar farið í skólaheimsóknir í öll þessi lönd, heimsótt leikskóla og grunnskóla, fengið fræðslu um leikskólahald og fengið tækifæri til að kynnast menningu hvers lands. Yfirskrift þessa verkefni er With different traditions - together on a holiday og fara öll samskipti fram á ensku. Löndin kynna hvert öðru mismunandi hefðir og fjallaði fyrra árið um það og einnig mismunandi hátíðir. Við hér á Krílakoti ákvaðum að velja Fiskidaginn mikla sem þá hátíð sem við vildum kynna fyrir félögum okkar og varð því úr að þau komu (fyrir utan Tyrkina) hingað til Dalvíkur og voru hér yfir fiskidagana.
Fyrir þá sem vilja fræðast meira um heimsóknina og verkefnið má sjá það hér.