Nú er afmælisdagurinn senn á enda, en Krílakot hélt upp á 30 ára afmælið sitt í dag í blíðskaparveðri. Má ætla að yfir 200 manns hafi glaðst saman nú í morgun, jafnt ungir sem aldnir. Börn úr 5. bekk Dalvíkurskóla, frá Kátakoti og hér frá Krílakoti undu sér við að mála málverk og andlit hvers annars, við leik í tjald- og pappakassaborg, í þrautabraut og við að kríta á stéttina. Afmælisgestir fengu popp frá foreldrafélaginu og pulsur og safa í hádeginu, einnig frá foreldrafélaginu.
Dalvíkurbyggð gaf leikskólanum rausnalega peningagjöf til kaupa á leiktækjum fyrir börnin. Einnig færðu börnin frá Kátakoti, Krílakotsbörnunum bókina Fyrstu 100 litirnir, formin og orðin ásamt geisladisknum Skoppa og Skrítla á söngferðalagi. Dalvíkurskólinn færði Krílakotsbörnunum mynddiskinn Latibær - Dansdraumurinn. Og áður höfðu Maggi pípari og Gói málari haft samband við skólann og ætla þeir báðir að færa skólanum rausnalega peningagjöf. Við þökkum kærlega fyrir okkur og börnin á Krílakoti eiga sannarlega eftir að njóta þessara góðu gjafa.
Bráðlega verða fleiri myndir settar inn á myndasíðuna.