Veisluþjónustan Hafnarbraut 5 opnar heimasíðu

Veisluþjónustan Hafnarbraut 5 ehf opnaði í dag heimsíðuna www.dallas.is þar er hægt að panta mat fyrir börn í Grunnskóla Dalvíkurbyggðar. Starfsemi mötuneytis fyrir grunn- og leikskóla Dalvíkurbyggðar hefst þriðjudaginn 26 ágúst 2008. Hægt er að panta mat fyrir grunnskólabörn á Dalvík og í Árskógi á heimasíðunni, einnig verða eyðublöð hjá riturum skólanna. Systkina afsláttur er 20% fyrir annað barn og 30% fyrir þriðja barn. Stefna Veisluþjónustunnar Hafnarbraut 5 er að flest allur matur verði unnin á staðnum, lagt verður upp með minkandi salt og sykurneyslu ásamt því að brauðin verði bökuð hjá þeim sjálfum. 

Vonast Veisluþjónustan Hafnarbraut 5 til að eiga gott samstarf við nemendur, foreldra og starfsmenn skólanna.

Sýnishorn af matseðli
Vika 35.
26.ágúst.lasagne með nýbökuðu brauði, fersku grænmeti og ávöxtum.
27.águst.Ofnsteiktur fiskur með kartöflum, grænmeti og ávöxtum.
28.ágúst.Rjómalöguð blómkálssúpa, brauð, álegg, grænmeti og ávextir.
29.ágúst Gúllas með kartöflumús, grænmeti og ávöxtum.

Næringaútreikningur.
Grunnskólastig.orka580kkal.prótein17%.Kolvetni55%.fita28%.trefjar6,9gr
Leikskólastig.orka389kkal.prótein18%.Kolvetni58%,fita24%,trefjar5,2gr

Vika 36.
1..sept. plokkfiskur með rúgbrauði, gulrótum og ávöxtum.
2. sept.Hrært skyr með nýbökuðu brauði, áleggi og ávöxtum.
3.sept.Steiktur fiskur með hrísgrjónum, karrí sósu, grænmeti og ávöxtum.
4.sept.Kjúklingapottréttur með kartöflumús, hrásalati og ávöxtum
5..sept.Heimatilbúin pizza með grænmeti

Næringarúreikningur.
Grunnskólastig orka 597kkal.prótein 21%.kolvetni 54% fita25% trefjar 6,5 gr
Leikskólastig. Orka 347kkal.prótein 21%.kolvetni 52% fita18% trefjar 4,4 gr.