Útskriftarferð elstu barna

Útskriftarferð elstu barna

Elstu börnin fóru í útskriftarferð í gær og áttu skemmtilegan dag með kennurum sínum. Þau byrjuðu á að heimsækja Villa slökkviliðsstjóra og fengu að sjá slökkviliðsbílinn sem var mjög spennandi. Stoppað var við Berg og borðaðir ávextir og síðan var haldið í heimsókn í Kátakot og heilsað uppá nýju kennarana. Að því loknu var heljarinnar grillveisla og var það Ágústa sem bauð öllum á pallinn hjá sér því lundurinn sem við höfum vanalega grillað í er enn fullur af snjó. Að lokinni grillveislu var haldið í Víkurröst þar sem klifurveggurinn var prófaður og að lokum fengu allir ís. Það voru þreytt og ánægð börn sem skokkuðu í leikskólann aftur um klukkan 14:00 eftir skemmtilega ferð.

 

Góða helgi