Mánudaginn 5. maí fara þeir nemendur sem fæddir eru 2002 í útskriftarferð. Við erum svo heppin að Björgunarsveitin ætlar að keyra börnunum á tveimur bílum inn á Árskógssand þar sem ferjan verður tekin yfir til Hríseyjar. Annar bílstjórinn verður hún Fanney (Skakkalandi) og verður hún síðan til aðstoðar Þóru í ferðinni. En dagskrá ferðarinn er eftirfarandi:
9:00 : Lagt af stað frá leikskólanum. Björgunarsveitin sér um að koma börnum og starfsfólki til og frá ferjustaðnum.
9:30 : Brottför ferjunnar.
9:50 : Útsýnisferð um eyjuna í traktorskerru.
10:30 : Séra Hulda Hrönn, sóknarprestur í Hrísey, fer með hópinn í smá gönguferð og sýnir þeim m.a. kirkjuna.-11:00 : Leikskólinn Smábær heimsóttur.
12:00 : Pylsupartý heima hjá sóknarprestinum.
13:00 : Lagt af stað frá Hrísey
13:30 : Áætluð heimkoma.
Við vonum að ferðin verði ánægjulega og allir hafi gaman af!