Þann 31. maí sl. útskrifuðum við elstu börnin úr leikskólanum við notalega athöfn í Krílakoti. Börnin sungu nokkur lög fyrir fjölskyldur sínar, síðan útskrifuðum við þau og að lokum var boðið upp á veitingar sem foreldrar sáu um. Við viljum þakka kærlega fyrir hversu notalega stund við áttum öll saman og þeim foreldrum sem aðstoðuðu við frágang, það er ómetanlegt. Myndir koma á heimasíðuna við fyrsta tækifæri.