Fimmtudaginn 21. maí útskrifuðust elstu börnin í Kátakoti. Við buðum foreldrum, systkinum og öðrum sem langaði að gleðjast með okkur í útskriftarveislu í sal Dalvíkurskóla. Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri, gladdist með okkur og hélt smá tölu til okkar. Að því loknu fluttum við atriði sem við vorum búin að æfa með kennurunum okkar. Við fórum með tvær þulur, þulu um mánuðina og þulu um fjölskylduna og að lokum sungum við lagið Ég er furðuverk og heilluðum alla í salnum.
Að lokinni útskriftarathöfninni buðu foreldrar okkar, öllum gestunum upp á kökkur og kaffi. Þökkum við þeim kærlega fyrir mjög góða veislu.
Föstudaginn 22. maí héldum við svo í útskriftarferð til Hríseyjar og skein sól á okkur í tilefni dagsins. Bóas rútubílstjóri kom og sótti okkur um morguninn og þótti okkur mjög spennandi að fara í stóru rútuna. Þaðan lá leiðin með ferjunni yfir til Hríseyjar. Þar byrjuðum við á að fara í útsýnisferð um eynna í heyvagni. Síðan fórum við í Hákarlasafnið og þar fengum við m.a. að koma við ekta hákarlatennur. Á leiðinn út að borða sáum við stórt tún og þar fórum við í ýmsa leiki og í leiktæki. Og þá var loks komið að því að fá sér pylsur og ís.
Eftir matinn fundum við gamlan bát sem okkur þótti mjög gaman að leika okkur í. Þá lá leiðin í göngutúr um eynna, fórum í þrautakóng, kapphlaup og fundum leikfvöll sem við lékum okkur á þar til leiðin lá aftur í ferjuna og þaðan í rútuna. Við skemmtum okkur konunglega og vorum kennurunum okkar til mikils sóma.
Kær kveðja, útskriftarhópurinn í Kátakoti.