Umhverfisdagur í Árskógarskóla

Umhverfisdagur í Árskógarskóla

Í dag, þriðjudaginn 17. maí, var umhverfisdagur í Árskógarskóla. Nemendur 1. - 4. bekkjar settu niður kartöflur á meðan nemendur 5. - 8. bekkjar færðu til birkiplöntur sem vaxið hafa í vegakantinum við skólann og gerðu úr þeim skjólbelti við fótboltavöllinn okkar. Fyrir þessum plöntum á ekkert annað að liggja en að verða eytt af vegagerðinni þegar þær fara að ógna umferðaröryggi svo þetta gefur þeim möguleika á lengra lífi. Hér eru nokkrar myndir frá umhverfisdeginum.