Umboðsmaður barna

Umboðsmaður barna



Góðan dag.

Umboðsmaður barna vill koma eftirfarandi orðsendingu á framfæri.

Hvað gerir umboðsmaður barna?
Umboðsmaður barna er opinber talsmaður fyrir öll börn á Íslandi. Hlutverk hans er að vinna að því að bæta hag barna og unglinga og sjá til þess að tekið sé tillit til réttinda þeirra og hagsmuna á öllum sviðum samfélagsins. Umboðsmaður barna leiðbeinir öllum sem til hans leita um mál sem varða réttindi barna með einum eða öðrum hætti. Umboðsmaður barna vill vita hvað börn eru að hugsa, hvernig þeim líður og hvað þeim finnst um ýmsa hluti sem snerta þau og umhverfi þeirra.

Kynning fyrir hópa
Þeir sem hafa áhuga á að fá kynningu á embætti umboðsmanns barna eða ræða við hann um réttindamál barna og unglinga geta óskað eftir því að umboðsmaður komi á staðinn og haldi erindi og/eða taki þátt í umræðum. Einnig er öllum velkomið að koma á skrifstofu embættisins að Laugavegi 13. Þeir sem vilja fá kynningu frá umboðsmanni eru beðnir um að hafa samband með því að senda tölvupóst á ub@barn.is eða hringja í síma 800-5999.

Nánari upplýsingar um umboðsmann barna má finna á heimasíðu embættisins, www.barn.is.

Kær kveðja,
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna

Skrifstofa umboðsmanns barna
Laugavegi 13, 2.hæð
101 Reykjavík, Ísland
Sími: 552 8999
Gjaldfrjálst númer: 800 5999
Heimasíða: www.barn.is
Netfang: ub@barn.is