Þær Arna og Bjarney (Skakkalandi) og Inga Siddý (Hólakoti) voru í síðustu viku í Comeniusarheimsókn í Tyrklandi. Í fararteskinu höfðu þær þjóðbúninga frá öllum þátttökulöndunum; Tyrklandi, Póllandi, Rúmeníu, Englandi og Búlgaríu. Búningarnir hanga inni á kaffistofu hjá okkur eins og er og ef fólk hefur áhuga er velkomið að kíkja til okkar og fá að skoða þá. Í ferðinni heimsóttu þær skóla og fengu smá innlit í menningu Tyrkja, t.d. heimsóttu þær auk skólanna mosku. Við kvetjum ykkur til að kíkja hér inn á heimasíðu verkefnisins.
Þegar farið er inn á heimasíðuna má sjá undir 'Archives' mánuði og undir þeim er hægt að skoða myndir frá ferðunum. Við munum einnig setja inn myndir inn á heimasíðuna okkar.
Eftir sumarfrí munum við svo halda áfram að vinna úr því sem við höfum lært í ferðum okkar og samstarfi við hinar þjóðirnar. Eins og að kenna börnunum þá dansa sem Þura, Gunna og Steinunn lærðu í Rúmeníu nú í vor, vinna með þjóðbúningana og annað sem við höfum fengið gefins og fræða börnin og segja þeim sögur.