Þrauta- og leikjakeppni

Þrauta- og leikjakeppni

Mánudagurinn 30. maí var um margt óvenjulegur dagur hjá nemendum Árskógarskóla. Þennan dag söfnuðust allir saman í félagsheimilinu, nemendum var skipt í 5 lið og farið í þrauta- og leikjakeppni. Settar voru upp 5 stöðvar og áttu nemendur að leysa eina þraut á hverjum stað. Helstu viðfangsefnin voru stígvélakast, baunapokakast, sippukeppni, húllakeppni, stafarugl, formskinjun, bréfaskutlugerð og ýmislegt fleira. Nemendum var skipt í hópa þvert á aldur og var gaman að sjá hvernig eldri nemendur og þeir sem sýndu meiri færni hvöttu hina áfram enda var meginmarkmiðið að vinna saman og sýna góða liðsheild. Dagskránni lauk síðan með útigrilli þar sem grillaðar voru pylsur og drukkinn Svali þannig að allir fóru saddir og sælir heim að loknum góðum skóladegi.