Þorrablót í Kátakoti og Krílakoti

Þorrablót í Kátakoti og Krílakoti

Komið sæl

Í dag var Bóndadagurinn haldinn hátíðlegur í Krílakoti og Kátakoti.

Í Kátakoti var bóndakaffi þar sem pabbar, frændur, afar og mömmur heimsóttu leikskólann. Allir fengu sér morgunverð saman og var boðið uppá brauðbollur og kaffi fyrir gesti.

Í hádeginu var svo haldið uppá Bóndadaginn í báðum skólum, borðaður þorramatur sem reyndar fór misjafnlega í börnin, sungnir söngvar, hlegið og trallað.

Hér fyrir neðan má sjá slóðir á myndbönd frá deginum og á næstu dögum verður bætt við fleiri myndböndum og myndum á heimasíður deildanna.

Krílakot:

https://www.youtube.com/watch?v=Lbe74o1MAXI&feature=youtu.be

https://youtu.be/rNo1XegdWiE

https://youtu.be/N_6vTsNz-Mk

Bestu kveðjur og til hamingju með daginn