Á Bóndadaginn 20. janúar héldum við upp á Þorrann með þorrablóti hér í Krílakoti. Nemendur bjuggu sér til kórónur og boðið var upp á hefðbundinn þorramat bæði nýr og súr; þ.e. harðfisk, hákarl, hrútspungar, sviðasulta, flatbrauð, rúgbrauð, hangikjöt og saltkjöt o.fl. allir fengur svo að smakka mysudrykk.
Elstu fjórar deildirnar borðuð saman og sungu hin ýmsu þorralög þar sem nemendur fengu að slá í borð og hafa smá læti. Mjög skemmtilegur dagur í alla staði og nemendur virtust skemmta sér konunglega.