Þökkum frábæra mætingu á Opna húsið!

Við þökkum frábæra mætingu frá foreldrum, öfum og ömmum, frænkum og frændum og öðrum áhugasömum á Opna húsið sem haldið var í gær. Það var einstaklega gaman að sjá svo marga mætta!

Nemendur skólans, nema þeir allra yngstu, sungu fjöldasöng og voru með önnur söngatriði. Áður en sjálf útskriftin fór fram sungu og léku elstu nemendurnir  lagið um hana ömmu og drauginn sem kenndur er við Þorgils og sýndu síðan hópdans af einskærri list. Halla (fráfarandi skólastjóri) útskrifaði síðan nemendurna og var það hennar síðasta verk sem skólastjóri.

Síðan var haldið yfir á Krílakot þar sem foreldrafélagið bauð upp á kaffi og með því og verk barnanna voru til sýnis, auk þess sem sjá mátti vetrarstarfið á ljósmyndum.  

Myndir frá deginum verða síðan settar á heimasíðuna eftir helgina.