17.-19.október unnu nemendur Árskógarskóla þemaverkefni um vatnið. Tilgangurinn var að gera nemendur meðvitaðari um vatn og notkun þess. Verkefnið er einn liður í Grænfánavinnu skólans. Nemendum var skipt í hópa þar sem eldri og yngri unnu saman hlið við hlið. Þemavinnan endaði svo með kynningu fyrir foreldra. Hér má sjá nokkrar myndir frá þemavinnunni. Smelltu hér til að skoða fleiri myndir frá þemavinnunni.