Föstudaginn 24. maí var farið árlega sveitaferð Krílakots sem foreldrafélag skólans sér um að skipuleggja. Við heimsóttum að þessu sinni ábúendur á Hofsá, þau Ásu og Trausta, og áttum við þar dásamlega stund í sveitasælunni. Lömbin voru spræk, kýrnar ennþá inni í húsum vegna snjóalaga og heimilishundurinn trítlaði með okkur í skoðunarferð um fjós og fjárhús. Við sáum hænur á bænum og hoppuðum í drullupollum sem okkur reyndar þykir mjög svo skemmtilegt. Eftir útrás í sveitinni var haldið heim á leið þar sem tók við útskrift árgangs 2009 sem munu takast á við næsta skólastig á haustdögum. Að lokinni útskrift var svo grillveisla áður en lagst var til hvílu eftir annasaman dag.
Við þökkum foreldrafélaginu, ykkur frábæru foreldrum og ábúendum á Hofsá fyrir frábæran dag.
Bestu kveðjur frá öllum í Krílakoti.