Þann 22. júlí verður Sveinn Heiðar 4 ára og héldum við upp á daginn hans hér í Krílakoti í dag.
Sveinn Heiðar málaði á kórónuna sína og við flögguðum íslenska fánanum honum til heiðurs.
Í ávaxtastundinni sungum við fyrir hann afmælissönginn ásamt fleiri lögum.
Eftir sönginn bauð hann öllum á Hólakoti upp á ávexti úr ávaxtakörfunni.
Við óskum Sveini Heiðari og fjölskyldu hans til hamingju með daginn.
Kveðja frá öllum í Krílakoti.