Sumarkveðja

Sumarkveðja

Komið sæl kæru foreldrar

Nú er komið að sumarlokun í Krílakoti

Í haust verða þær breytingar að Blágrýti mun sjá um matinn okkar en munu halda áfram að elda eftir okkar matseðli. Þetta er prufu verkefni í eitt ár og vonum við að allir taki jákvætt í það.

Morgunmatur mun því breytast og verður frá 8:15-8:45. Þeir sem eru með vistun frá kl. 8:30 geta sótt um að vera í morgunmat.

Í sumar eru margskonar framkvæmdir hér við Krílakot:

  • Byrjað verður á lóðinni þegar við lokum og eru verklok áætluð 1. nóvember. Hluti af lóðinni verður því lokaður þegar við opnum en við gerum gott úr því og skipuleggjum okkur í kringum það.
  • Farið verður í bílastæðið og hringurinn tekinn og lagnir lagaðar þar undir sem voru ítrekað að frjósa í vetur.
  • Skipt verður um dúkinn í nýjustu byggingunni, á Sólkoti, Mánakoti, Kátakoti og Hólakoti.

 

Við þökkum kærlega fyrir samstarfið í vetur og sjáumst þann 14. ágúst þegar leikskólinn opnar eftir sumarfrí.

Sumarkveðja frá öllum í Krílakoti