Komið sæl
Nú er komið að sumarlokun í Krílakoti en enn er vika eftir af starfsemi Kátakots.
Þessir síðustu dagar voru svolítið öðruvísi hjá okkur því starfsfólk og börn hafa verið að pakka niður og undirbúa flutning og sameiningu leikskólanna.
Það má segja að hlutirnir hafi gerst hratt í dag því Krílakot lokaði klukkan 16:15 þegar börn og starfsfólk fór í sumarfrí og á sömu mínútu komu fyrstu iðnaðarmennirnir og hófust handa við breytingar á húsnæðinu.
Það verður því nýr og breyttur leikskóli sem mætir börnunum þegar þau koma að loknu sumarleyfi og mun taka smá tíma að aðlagast þessu nýja umhverfi.
Við þökkum kærlega fyrir samstarfið og sjáumst þann 11. ágúst þegar framkvæmdum er lokið og leikskólinn opnar eftir sumarfrí.
Sendar verða upplýsingar til foreldra þegar líður að opnun um breytingar og skipulag auk þess sem allir fá send lögin sem sungin verða í vinakeðjunnni, föstudag fyrir fiskidag.
Sumarkveðja frá öllum í Krílakoti
Búið að pakka öllu og setja í salinn
Opnað milli bygginga, eldri forstofan og sú nýja mætast.