Starfsfólk á Lubbanámskeiði

Ágústa skólastjóri tekur við viðurkenningarskjali fyrir hönd Krílakots.
Ágústa skólastjóri tekur við viðurkenningarskjali fyrir hönd Krílakots.

Eyrún Ísfold Gísladóttir annar höfunda bókarinnar og námsefnisins Lubbi finnur málbein kom og var með fróðlegt og skemmtilegt námskeið fyrir starfsfólk Krílakots og Kötlukots. Á námskeiðinu fékk starfsfólk góða kennslu í því hvernig hægt er að vinna á fjölbreyttan máta með Lubba með það að markmiði að þjálfa börnin í íslensku málhljóðunum og efla þannig málþroskann. Það verður nú haldið áfram að vinna með Lubba með enn betri þekkingu en áður.