Sprotasjóður styrkir leikskólana og Tónlistarskólann

Sprotasjóður styrkir leikskólana og Tónlistarskólann

Þær ánægjulegu fréttir bárust rétt fyrir jól að svar kom frá Sprotasjóði (sem styrkir þróunarverkefni á vegum leik-, grunn- og framhaldsskóla) um að ákveðið hefði verið að styrkja samstarfsverkefni milli leikskóla Dalvíkurbyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Þ.e.a.s. til að halda áfram því góða starfi sem hófst sl. haust þegar hún Þura okkar fór að fara á milli leikskólana og vera með 3 elstu leikskólaárgangana í sérstökum tónlistartímum einu sinni í viku.

Upphæðin sem fékkst til verkefnisins nemur 1 milljón króna, og getum við verið bæði stolt og ánægð þar sem alls var sótt um tæplega 250mkr. í sjóðinn, en hann hafði rúmar 43mkr. til ráðstöfunar.

Við stefnum síðan á að setja inn nánari upplýsingar um verkefnið ásamt myndum hér inn á síðuna, svo þið getið fylgst með :)