Í morgun fóru nemendur 8. bekkjar Árskógarskóla í heimsókn í Mímisbrunn, hús heldriborgara í Dalvíkurbyggð. Erindið var að taka fram spilastokkana og taka nokkur spil saman. Á móti okkur tóku þær Sigurlaug, Ástdís og Jóna. Við áttum skemmtilega stund með þeim stöllum við spil og spjall. Áður en haldið var heim buðu þær uppá veitingar, heimabakaða snúða og drykk.
Kærar þakkir fyrir móttökurnar og skemmtilega stund kæru konur.