Fyrir nokkrum vikum tókum við upp föstudagssöngfundi að nýju, en hlé var gert á þeim sl. vor. Þá safnast öll börnin saman á Skýjaborg kl. 9:00 og syngja saman í um 15-20 mínútur.
Foreldrum sem eru að koma með börn sín á þessum tíma er að sjálfsögðu velkomið að staldra við og vera með. Kennararnir skiptast á að stjórna söngfundinum og ræðst lagaval af þeim söngvum sem börnin eru að syngja hverju sinni og að sjálfsögðu af aldri þeirra og þroska. Þar sem börnin okkar eru öll undir 3ja ára aldri fara söngfundirnir rólega af stað; þ.e. þegar líða tekur á veturinn eykst þátttaka barnanna smátt og smátt, til að byrja með eru þau meira að fylgjast með.