Smiðjan komin í stærra rými

Smiðjan komin í stærra rými

Nú í vikunni hefur verið unnið að því að færa Smiðjuna/myndlistarsvæðið, í stærra rými. Smiðjan var í litlu herbergi á milli Hólakots og Skakkalands, en þar  var orðið ansi þröngt sem gerði börnunum erfitt með að athafna sig. Því brugðum við á það ráð að færa allt myndlistar-dótið yfir á það svæði á Hólakoti sem kallað hefur verið 'Græna svæðið'. Á því svæði hefur verið hlutverkaleikur og það leikefni sem tengist hlutverkaleiknum er nú komið í herbergið sem Smiðjan var í.

Áður en að þessum tilfæringum kom var búið að færa bókasafnið okkar og er það nú í holinu þar sem gengið er inn á Skýjaborg. Þar er mun betra aðgengi að bókunum og þykir börnunum mjög gaman að fara á bókasafnið okkar og velja sér bækur. Auk þess gefa bækurnar holinu hlýtt yfirbragð. Við þessar tilfæringar losnaði lítið skot sem er á milli Hólakots og Skakkalands. Þar inni eru hillur sem í er geymdur ýmiss efniviður sem tengist myndlistarvinnu og til stendur að fá báða vaskana úr gömlu Smiðjunni færða þar inn.

Þetta þýðir að nýja Smiðjan og 'appelsínugula svæðið' á Skakkalandi verða nýtt sameiginlega af báðum deildum. Smiðjan sjálf er auk þess nýtt af kennurum og nemendum af Skýjaborg.

Við allar þessar tilfæringar er öll aðstaða, fyrir kennara og ekki síst nemendur, til myndlistarvinnu og sköpunar á því sviði orðin mun betri. Foreldrum er velkomið að staldra við hjá okkur og kíkja á tilfæringarnar

Hér á þessum myndum eru Aron Ingi, Adam Breki, Úlfhildur og Hendrich í hópastarfi með Örnu.