Komið sæl
Síðatliðinn föstudag fórum við í skrúðgöngu í tilefni að þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga.
Haldið var frá Krílakoti sem leið lá að Kátakoti þar sem börn og starfsfólk slóst í hópinn. Gengið var að ráðhúsi og sungið fyrir gesti og gangandi og síðan var haldið að Dalbæ og sungið fyrir heimilsfólk. Við fengum dásamlegt veður og má segja að þetta hafi verið hin fínasta skrúðganga enda flottur hópur barna, kennara og foreldra.
Bestu þakkir fyrir skemmtilegan dag.