Komið sæl
Nú er allt að komast í fullan gír hjá okkur í Krílakoti og Kátakoti. Aðlögun er langt komin og starfið komið í gang. Í vikunni hófst hópastarfið, hóparnir komu saman ásamt kennurum sínum, og fóru í létta leiki til að kynnast hverju öðru. Ný námsáætlun er að fæðast í báðum skólum og búið að stilla upp dagskipulaginu. Þið hafi verið að fá föstudagspósta frá hverri deild sem gefur ykkur tækifæri til að fylgjast betur með. Fréttabréfið okkar kemur á heimasíðuna á mánudaginn og koma þar fram hinar ýmsu upplýsingar um starfið og upplýsingar frá foreldrafundi. Við erum að bíða eftir nýjum lykilorðum inn á myndasíðurnar svo vonandi getum við sett inn myndir á allra næstu dögum.
Hér eru nokkrar myndir úr starfinu:
Hlutverkaleikur
Glaðir saman
Gott að borða hjá Halldóru og Möggu
Sköpun.
Bestu kveðjur og góða helgi