Þriðjudaginn 31. maí var Árskógarskóla slitið. Að venju fór Kristján Sigurðsson deildarstjóri yfir helstu viðburði vetrarins. Þá ræddi hann mikilvægi þjálfunar í námi og hvatti nemendur og foreldra til að huga vel að því að æfingin skapar meistarann. Eftir ávarp deildarstjóra var komið að því að umsjónarkennarar afhentu vitnisburði vetrarins. Að lokum voru svo veittar viðurkenningar fyrir árangur, ástundun og framfarir. Helena Rut Arnardóttir hlaut viðurkenningar fyrir góðan árangur í íslensku og dönsku, Tína Ósk Hermannsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir ástundun og framfarir og Tinna Karen Traustadóttir var valin íþróttamaður Árskógarskóla skólaárið 2010 - 2011. Hér má sjá myndir frá skólaslitunum.