Skipulagsdagur á Krílakoti

Skipulagsdagur á Krílakoti

Í dag fór allt starfsfólk Krílakots á námskeið til að efla færni sína í að vinna með námsefnið um hann Lubba. Það var Eyrún Ísfold Gísladóttir talmeinafræðingur sem kom norður í land og hélt námskeiðið en hún er önnur af höfundum námsefnisins.

Við í Krílakoti höfum eignast allt námsefnið og eru starfsfólk og börn á Kátakoti og Hólakoti byrjuð að vinna með efnið auk þess sem yngri deildarnar eru byrjaðar eða munu byrja á næstu dögum að hlusta á hljómdiskinn. Við eigum eftir að fjárfesta í tuskudýri/hundi sem svipar til hans Lubba til að eiga á deildunum. Ef þið foreldrar sjáið Lubba einhverstaðar á ferli í einhverri verslun þá megið þið endilega láta okkur vita.

Lubbi er hundur sem á fullt af málbeinum og eru þau notuð til að hjálpa börnunum í að mynd hljóð, læra að tengja saman hljóð og búa til orð. Það skemmtilega við Lubba námsefnið er að það eru notaðar táknrænar hreyfingar fyrir hvert málhljóð sem gerir þau nánast sýnileg og áþreyfanleg. Efninu fylgja líka stafaspjöld, söguspjöld með hugmyndum að leikjum og svo spjöld sem sína hvernig málhljóðin myndast.

Þeir sem vilja kynna sér Lubba geta heimsótt heimasíðuna hans á facebook sem heitir: Lubbi finnur málbein.Þið eigið örugglega eftir að heyra börnin ykkar tala um Lubba í komandi framtíð og gaman ef þið getið skoðað heimasíðuna með börnunum.

Meðan starfsfólk á deildum var á Lubbanámskeiði var starfsfólk í Eldhúsi að vinna hörðum höndum að því að lagfæra matseðil, fara yfir hverng dag fyrir sig og skrá uppskriftir með áætluðu magni fyrir fjölda barna og starfsfólk í nýjum stækkuðum skóla svo hægt sé að hlaupa í skarðið í eldamennskunni ef upp kemur að starfsólk t.d. veikist.

Já það er að mörgu að hyggja í leikskólastarfinu.

Áfalla og slysaáætlun

Að loknu námskeiði og hádegisverði fór allt starfsfólkið í markvissa vinnu við endurgerð á áfalla og slysaáætlun skólans sem tekur á mörgum þáttum sem upp geta komið  s.s. veikindum,slysum og andláti eða rýmingu húsnæðis vegna jarðskjálft eða bruna. Áætlunin verður sett á heimasíðu leikskólans um leið og hún er tilbúin og fljótlega munum við halda okkar fyrstu brunaæfingu eftir að byggt var við Krílakot.

 

Með kveðju og góða helgi