Í morgun fórum við í heimsókn á Kátakot (árgangur 2007) það voru Unnur Elsa, Guðrún Erla, Magdalena, Roskana, Örn, Erik Hrafn, Ísar Hjalti og Hugrún Jana. Við byrjuðum á því að fara í val með yngri hópnum á Kátakoti. Eftir klukkutíma í skemmtilegum leik var tiltekt. Síðan settust allir saman og veðurfræðingur dagsins fór yfir hvernig allir ættu að klæða sig og sagði okkur hvernig veðrið væri úti. Veðurfræðingurinn bauð einnig upp á ávexti (banana og epli). Í lokin sungum við nokkur lög saman síðan fórum við að klæða okkur. Á leiðinni heim lékum við okkur aðeins í snjóruðningnum hjá heilsugæslunni. Þökkum öllum á Kátakoti kærlega fyrir okkur, alltaf gaman að koma í heimsókn til ykkar. Fleiri myndir inni á skakkalandsmyndsíðunni.